_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Nýtt myndband 21.10.2006
Jæja, nýja myndbandið er svolítið seint á ferðinni en betra er seint en aldrei. Myndbandið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er sennilega eitt besta myndband seinni tíma og allir þeir sem eru menn með mönnum ættu að þekkja það úr barnæsku sinni. Myndbandið sem um ræðir er Three Little Pigs með hljómsveitinni Green Jelly af plötunni Cereal Killer Soundtrack. Frábær plata sem allir alvöru rokkarar ættu að kynna sér nánar. Þess má til gamans geta að Maynard James Keenan, söngvari Tool syngur raddir svínanna.