Mikið hefur borið á því að þið séuð að auglýsa eftir
hljóðfærum eða hljóðfæraleikurum. Ekkert að því en í auknum
mæli hefur þetta verið að kaffæra önnur skilaboð á korkunum.
Ef þið gætuð beint skilaboðunum ykkar á hugi.is/hljodfaeri
þá er þar korkaflokkur sem heitir “Óskaðu eftir eða
auglýstu” þarna fá skilaboðin ykkar fleiri og betri svör. Ég
vil benda á að það er sama fólkið sem skoðar rokk og
hljóðfæri svo þið græðið lítið á að setja auglýsingarnar á
báða staði (ef fólk er ekki að skoða bæði áhugamálin er það
væntanlega sökum þess að það spilar ekki á hljóðfæri eða
hefur engan áhuga á því).
Ef auglýsingakorkunum fer ekki fækkandi verða stjórnendur
hér að fækka þeim sjálfir. Ekki það að við viljum skapa
leiðindi en þetta er gert til að halda réttum umræðum á
réttum áhugamálum.
bestu kveðjur
Tannbursti
P.s.
Ég vil þakka <a href="http://arni.hamstur.is">arni.hamstur.is</a> fyrir myndina.