Við hér á huga munum reyna að hafa upplýsingar um þessa
hátíð á góðum stað í framtíðinni þar sem mikill áhugi er
fyrir henni yfirleitt. En ég fékk fréttbréf áðan sambandi
við ferðina og ætla að setja það hér fyrir ykkur sem hafið
áhuga.
Jæja, þá er komið að því. Miðasalan á Roskilde Festival 2003 er hafin.
Á Íslandi sér Stúdentaferðir um miðasöluna, bæði á Bankastræti 10 og á www.exit.is.
Miðaverð fyrir nk. hátíð hefur verið samræmt um allan heim og kosta miðarnir alls staðar annaðhvort 140 evrur (ca. 12.000kr.) eða 155 evrur (ca. 13.200kr.).Fyrir aðgang að hátíðinni frá og með sunnudeginum (22. júní) á undan hátíðinni kostar 155 evrur en frá og með miðvikudeginum(25. júní) á undan hátiðinni kostar miðinn 140 evrur. Hátíðin hefst svo á fimmtudeginum 26. júní. kl. 17.00 og stendur til mánudagsmorguns.
Stúdentaferðir munu koma til með að bjóða flug á hátíðina þegar nær dregur.
Eins og fyrr segir hafa tvær hljómsveitir þegar bókað sig en það eru hljómsveitirnar:
IRON MAIDEN og JUNKIE XL, en þessi bönd eru “bara” dropi í hafinu þar sem þessar tvær sveitir spila ásamt 170 hljómsveitum til viðbótar sem verða tilkynntar jafnt og þétt þangað til ca. apríl þannig að það er um að gera að fylgjast vel með.
Fylgist með öllu annaðhvort á íslensku síðunni www.roskilde.ipfox.com eða á opinberu síðu hátíðarinnar www.roskilde-festival.dk
Bestu kveðjur
Tómas Young
Opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar á Íslandi
Official Roskilde Festival representetive in Iceland
E-mail: <a href=“mailto:youngs@gi.is”>youngs@gi.is</a>
Tel: GSM 896 9998