Ég er kannski blindur í ást minni af Muse, en mér finnst þessi lög frábær. USoE er lag sem að mínu mati er ekki líkt neinu sem þeir hafa gert áður og heppnast sjúklega vel, sérstaklega finnst mér píanómelódían flott. Varðandi Uprising má segja að það sé svona Supermassive nr.2 - nema með meiri synthum, einmitt eins og þeir voru búnir að segja varðandi plötuna sjálfa svo er ég að fíla hvernig röddin hjá Matt hefur einhvernveginn örðið pínu dimmari.
Ég bíð annars mjög spenntur eftir plötunni og er með mjög háar væntingar.