Er sammála Nola. Hann á skilið alla mína virðingu fyrir það hvað hann gerði fyrir rokkið og þau áhrif sem hann hafði á aðra gítarleikara, en mér hefur aldrei fundist tónlistin hans eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Maður hefði kannski litið allt öðruvísi á þetta ef að maður hefði verið uppi á sama tíma og hann og orðið vitni að breytingunum sem hann hafði í för með sér, en núna þegar tónlistin hans er orðin gömul og úr svo miklu meiru að velja, þá finnst mér tónlistin hans bara meðalgott rokk.