Ég er ekki að tala um eitthvað eftir Dan Seagrave, heldur bara svona svipað og var á Appetite for Destruction, hvort svo sem það er upprunalega eða endurútgáfucoverið. Allavega eitthvað sem dregur athygli að plötunni. Hefði ég ekki séð þessa mynd og rekist á diskinn svo úti í búð hefði ég sennilega bara gengið framhjá án þess að pæla eitthvað meira í honum.
Miðað við peninginn sem hefur farið í þennan disk hefði ég haldið að hann hefði gert hvað sem er til að láta fólk kaupa hann eins svo hann fái eitthvað af þessum peningum til baka, með því til dæmis að hafa plötucover sem öskrar á mann, ekki eitthvað sem gæti alveg eins verið með einhverju random indie bandi.
Ef að báðar plöturnar æru ómerktar, þessi og Appetite, og þær sætu hlið við hlið í búð og þú mættir bara kaupa aðra þeirra, hvor væri líklegri til að ná athygli þinni; Chinese Democracy með þetta cover, eða Appetite með þetta cover:
http://991.com/newgallery/Guns-N-Roses-Appetite-For-Dest-232171.jpg ?