Það eru lög þar sem er eitthvað í áttina að hans fyrri stíl, svona lonesome kassagítardæmi, en sem heild er þessi plata allt annað. Miklu stærra sound, miklu meira band effort finnst mér, og tónlistin heimsækir marga kima tónlistarinnar og blandar saman allskonar áhrifum héðan og þaðan, án þess að týna nokkurn tíma fingrafari meistara síns, Mugison. Þetta er frábær plata að mínu mati, maðurinn er tónlistarmaður í húð og hár og skegg.