Sufjan Stevens tekið úr mbl.is

Bandaríski tónlistarmaðurin Sufjan Stevens er væntanlegur hingað til lands og heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni í nóvember næstkomandi. Stevens, sem hefur sent frá sér sex hljómplötur, er meðal þekktustu tónlistarmanna Bandaríkjanna nú um stundir. Tónleikarnir í Fríkirkjunni verða haldnir 16. og 17. nóvember. Stevens, sem kemur hingað með fjögurra manna hljómsveit, óskaði sérstaklega eftir að fá að leika í kirkjunni að sögn Gríms Atlasonar hjá Austur-Þýskalandi, sem stendur fyrir tónleikunum. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Stevens um Evrópu sem hefst 1. nóvember, en hún er farin til að kynna hljómplötuna Avalanche, sem kom út fyrir stuttu. Að sögn Gríms verða fáir miðar í boði en nánar verður tilkynnt um miðasölu síðar.