Mark Wahlberg syngur ekki mikið í þessari mynd og hann var hip-hop náungi áður en hann gerðist leikari og kallaðist Marky-Mark.
Smá spoiler hérna fyrir neðan…VARÚÐ !
Snilldin við þessa mynd er þegar Chris Izzy (Mark W.) er kominn með leið á rokkstjörnulífinu og býður öðrum gaur upp á sviðið, Brian ‘Thor’ (Myles Kennedy). Það er söngvari Alter Bridge í dag, á þessu tímabili var hann í hljómsveit sem hét The Mayfield Four. En já, hann var valinn í þetta hlutverk útaf því að hann þurfti ekkert playback til að ‘döbba’ sönginn, hann náði því 100%.
Einnig það að þetta eru alvöru tónleikar sem voru haldnir og var ágóðinn af þeim gefinn til góðgerðamála og Myles Kennedy kláraði lagið þarna og sögur herma að hann hafi gjörsamlega neglt það.