Mér finnst vera of mikið af metal böndum sem gera bara hreinlega lélega tónlist, plús að ég fíla metal mjög takmarkað og þegar 12-14 ára gaurar eru að skemma í sér raddböndin með því að garga í mica þá finnst mér þetta ekkert vera neitt mjög töff.
Hef sjálfur orðið svo heppinn að verða ekki vitni að því, né vita af því. Smááá ýkjur? :)
Þótt þeir meigi nú alveg skemma sig fyrir mér þá bara finnst mér þetta óþarfa læti, í staðinn fyrir að láta einhvern gaur í mútum garga afhverju ekki þá bara að vera instrumental?
Hjá sumum skaddar “gargið” í þeim raddböndin, en það er útaf því að þeir gera það ekki rétt. Mér finnst það flottara að hafa gaur “gargandi” en syngjandi þegar það á við, og öfugt. Endilega segðu mér frá bandi sem hefur verið svo sniðugt að nota söngvara í mútum.. og þeir gera ekki instrumental því þeim finnst þetta flott, að hafa einhvern gaur “gargandi.”
Annars hef ég ekkert á móti metal sem slíkum, bara fíla ekki þessa ungu metal hljómsveitir og þoli ekki að heyra sóló sem eru svona sí endurteknir skalar upp og niður og að sjá einhverja kappa æfa sig fyrir heimsmeistara mótið í að gera sem flestar nótur á mín er ekkert svakalega heillandi.
Heh, hef nú ekkert á móti ungum hljómsveitum, þótt þær eiga það til að hljóma oftar verr en þær eldri. En sólóin í metalnum er ekki næstumþví alltaf eins og þú lýsir, og ég er sammála því sem þú segir um þessa íþróttamenn að nokkru leiti. Þeir eru alveg góðir á hljóðfærin sín, en oftast er þetta bara runk.