Já ég tek undir með þeim að ofan…Noise voru magnaðir. Þetta var mjög þétt hjá þeim..reyndar fannst mér ekki heyrast nægilega mikið í söngnum hjá honum Einari. Hann söng allveg vel en trommurnar kæfðu söngin svolitið…en þetta var líka live þannig að það er allveg skiljanlegt. Mér Fannst mjög gaman að heyra Silverchair coverið hjá þeim, þeir tóku Freak vel að mér fannst. Ég hafði aldrei séð þá live áður og fannst mjög gaman. Það að þeir væru undir Nirvana áhrifum er bara rugl…þetta var ekkert líkt. Þeir eru undir svona “Freakshow”(Silverchair) áhrifum finnst mér. Það er alls ekkert slæmt, bara cool. Þá það væru áhrif þá voru þetta samt Noise með sinn eigin stíl að mér finnst. Nú vantar bara að þeir gefi efni út á disk. Ég og fleiri sem ég þekki myndu pottþétt kaupa hann…