Í stuttu máli. Get held ég eki útskýrt þeta fyrir þér almennilega nema í löngu máli en…..
Nótur eru eins og stærðfræði. Þær eru:
Heilnóta (1)
Hálfnóta (2)
Fjórðupartsnóta (4)
Áttundapartsnóta (8)
Sextándupartsnóta (16)
Þrítugastogannarspartsnóta (32)
Sextugastaogfjórðupartsnóta (64)
Þú hlýtur að sjá formúluna sem er bara helmingur og helmingur.
Tökum þá dæmi.
Taktu hvaða Metallica lag sem er og það eru miklar líkur á að það sé í 4/4.
4/4 = fjórar fjórðupartsnótur í einum takti.
15/16 = fimmtán sextándupartsnótur í takti
6/8 = sex áttundapartsnótur í takti
9/8 = níu áttundapartsnótur í takti
7/8 = sjö áttundapartsnótur í takti
Efri talan segir fjöldan og neðri gerðina.
Talningin er svo líka eitt.
4/4 = 1 og 2 og 3 og 4 og
6/8 = 1 2 3 4 5 6
Tökum t.d. “Orion” með Metallica. Í því lagi eru allavega tvær takttegundir. Hef reyndar ekki hlustað sérstaklega eftir því en það er það sem mig minnir.
Fyrst er það 4/4. Þú heyrir trommurnar koma inn og ef þú hefur fíkinginn fyrir laginu þá heyrirðu hvar 1 er.
Í basic 4/4 takti er bassatromma á 1 og 3 og snerill á 2 og 4. Það er einmitt málið með byrjunina á “Orion” Það er reyndar nokkuð flækt í þessu lagi.
Svo um 4 mín í lagið kemur smá þögn og allt stoppar. Þá byrjar bassalína í 6/8. Í 6/8 er snerillinn yfirleitt á 4, sem er tilvikið í “Orion” Svo aftur um 7 mín skiptist lagið úr 6/8 aftur yfir í 4/4. Það bætist reyndar lítill 2/8 aftan við seinasta 6/8 taktinn. Sem gerir það reyndar samtals að 8/8, eða 4/4. Þetta er allt bara stærðfræði og það er hægt að túlka margt mismunandi en það sem annar mundi telja að það væri.
Ef þú hlustar á t.d. Tool og diskinn Lateralus, þá geturðu heyrt mikið af “odd time signatures” eins og það er kallað.
“Scism” er t.d. í 5/8-7/8 takti. Alltaf til skiptis. Sem passar reyndar í 6/4=5+7=12/8. “The Patient” er í 5/4. Ég mundi reyndar skipta gítar byrjuninni í 6/4 og 4/4 og svo þegar trommurnar koma inn í þá er það 3/4-2/4. Allt til. “Reflection” er svo allt í 4/4.
Nóg af bulli í bili, verð að fara að sofa!!<br><br><center>____________________________________________________
<b>Way off in the distance I saw a door, I tried to open
I tried forcing with all of my will and still the door wouldn't open
Unable to trust in my faith I turned and walked away
I looked around, felt a chill in the air, took my will and turned it over
<i>The glass prison</i> which once held me is now gone, a long lost fortress
Armed only with liberty and the key of my willingness
I fell down on my knees and prayed
“Thy will be done”
I turned around, saw a light shining through
The door was wide open</b>
<u>The Glass Prison</u> – Dream Theater
YtseJam
maJestY
<b><a href=
http://www.ma.is/nem/21jasi/siggi_stein/plotur/plotur.htm>Tónlistin mín</a></b>
</cente