Formlega er Tenacious D Jack Black og Kyle Gass. Hins vegar fá þeir vini sína til að spila með sér á plötunni. Dave Grohl spilar á trommur öllum lögum á plötunni þar sem trommað er og tekur sér einnig gítar í hönd í nokkrum þeirra. Mér, persónulega, finnst að þar sem þessi maður hafði áhrif á diskinn þá megi telja hann til hljómsveitarinnar, þó svo að hann komi ekki nálægt lagasmíðum.
Þar að auki var meint með könnuninni að kanna áhuga fólks á þeim major verkefnum sem hann hefur komið nálægt (þó svo að allir vissu útkomuna fyrir fram). Einnig hefði verið hægt að tilgreina “Touch” soundtrackið og “Ionie” verkefnið (eða hvað sem það nú heitir og hvernig sem það er skrifað) en það hefði varla fengið nokkur atkvæði; og svo einnig “Probot” verkefnið, en þar sem enginn hefur heyrt það þá ákvað ég að sleppa því.
Svo tel ég Dave Grohl sem meðlim í Tenacious D. Í mínum litla fullkomna heimi sem býr í hausnum á mér gengur það fullkomlega upp.<br><br>
http://www.jupiterfrost.net/pan