jæja ég rak augun í þennan um daginn og ég einfaldlega varð að eignast hann vegna þess að ég hef beðið óralengi eftir honum. En jæja hann er LOKSINS kominn! Átti fyrst að koma út þegar Issues kom en var frestað lengi lengi.

Diskurinn er í raun eitt geðsjúkrahús. Asylum heitir main menu systemið, ef svo mætti kalla. Diskurinn skiptist upp í s.s start menu sem er eitt af mörgum herbergjum hússins. Þar er t.d þríhjól sem er Who then now? í fullri lengd, svo er eitthvað stöff þarna á borðinu sem er sem sagt Deuce, framhaldið af Who then now?. Ekki er mikið líkt með þessum 2 “þáttum” annað en að þetta eru sömu vitleysingarnir. Þeir tala meira um Life is Peachy, Follow the Leader og Issues þarna og segja frá upptökum á nokkrum myndböndum, svo sem Adidas og Freak on a leash. Deuce er samt MJÖG gott framhald!

“Asylum” er eins og ég sagði það sem maður labbar um. Þetta er eitt stórt geðsjúkrahús. Allt út í blóði, líkamspörtum, inmates og alskyns viðbjóði. Sem dæmi um herbergi þá er þarna krufningarstofa (password needed) með líki og tilheyrandi, líkgeymsla, X-ray lab (password needed) og svo herbergi þar sem gaur í spennitreyju situr í stól, very tasty. Fyrir þá sem hafa spilað Silent hill 2 þá er þetta í þannig dúr. Allt í niðurnýðslu og allt í viðbjóði. Það sem maður skoðar er inni í herbergjunum. Enginn texti bara X yfir hluti og svo eru sumir hlutar sem verða rauðir (highlighted red). Sem dæmi þá kemur kross yfir haus á líki, kross yfir líkamsparta sem hanga á kjötkrókum og þess háttar.

Af myndskeiðum má nefna að sýnt er þegar Jonathan er að hræra í klósetti og framkallar uppköst. Svo hrærir hann í gumsinu og smakkar. Jömmí! Svo er þarna video af því þegar David afsakar það að hann geti ekki spilað meira vegna úlnliðsbrots. Auk þess má sjá Brian (Head) koma og sýna hinum bílinn sinn (MMC 3000GT Spyder) eftir að hann bakkaði á viku gamlan bíl og skemmdi frambretti á eigin bíl, Munky að brjóta sjónvarpið sem sést á Follow the leader booklet picture en tekst ekki betur en svo að hann mölvar gítarinn og hrynur í gólfið og fær stórt stykki af gítarnum í hausinn og fær HUGE kúlu. Very funny stuff. Eitt af því fyndnara er Jonathan BIO. Þar er hann að reyna að sannfæra okkur um að hann sé ekki gay. En samt eru sýnd gömul og ný video þar sem hann segir t.d “I need cock” “Got cum?” “Cum in my mouth!” “I like men!” “I need a dong!” en svo heldur hann áfram að reyna en segir svo “I got gay tendencies!” eða hvernig sem það er skrifað, en svo segist hann bara vera leika það hlutverk sem aðrir vilja að hann sé, þ.e gay-freak og hlær að því.

Þau myndbönd sem eru á disknum eru á Who Then Now og Deuce en einnig finnanleg í heild á sérstökum menu. Þau eru: Blind, Shoots and ladders, Clown, Adidas, Freak on a leash, Make me bad, Falling away from me, Somebody someone, Faget og Got the life. Svo er einnig behind the scenes af nokkrum af þessum myndböndum.

Fyrir þá sem hafa gaman af vitleysingjum að gera stupid things þá mæli ég með þessum disk. Einnig fyrir ykkur KoRn fans þá er þetta gullmoli sem þið viljið EKKI sleppa.

Go get it!<br><br><i> “What if everything you see is more than what you see, the person next to you is a warrior and the space that appears empty is a secret door to another world? What if something appears that shouldn't? You either dismiss it, or you accept that there is much more to the world than you think. Perhaps it really is a doorway, and if you choose to go inside, you'll find many unexpected things.” </i>
<b> -Shigeru Miyamoto </b>


<a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn"> Kasmír síðan! </a
Þetta er undirskrift