jæja, gott að sjá góð og málefnaleg svör :)
Diskurinn My own prison fór gjörsamlega fram hjá mér, en ég fékk Human Clay í jólagjöf þegar hann var nýkomin út, og mér fannst hann frekar góður, What if og sérstaklega Higher standa þar uppúr sem bestu lögin, en í heild vel hægt að hlusta á hann.
Eg hef heyrt Weathered, og hann olli mér vonbrigðum, My Sacrifice er frekar popp heldur en rokk finnst mér, enda nauðgað af FM957 *hrollur*
Þá er nú næsta lagið sem þeir gáfu út, One Last Breath mun betra, en vantar samt eitthvað uppá, stundum hefur maður á tilfinninguni að þeir geta ekki ákveðið hvort þeir vilja vera, popp, eða rokk, þeir reyna að blanda þessu saman, sem er ekki alltaf vel heppnað. En í heild finnst mér þeir vera ágætir, gítarleikarinn Mark Tremonti er mjög góður, og oft vanmetin gítarleikari, og Scott Stapp, söngvarinn hefur mjög sérstæða og góða rödd, hann gæti gert mjög góða hluti ef hann færi útí “alvöru” rokk, og kæmi með betri og þyngri lög.
Kannski þeir eigi eftir að “þroskast” sem tónlistarmenn, og gefa út eitthvað betra, en það verður að koma í ljós :)<br><br>Endilega kíkjið á kasmir síðuna mína!! :)
<a href="
http://kasmir.hugi.is/betababe">Síðan mín :)</a