Ástralska rokkhljómsveitin Silverchair neyðist til þess að hætta við alla tónleikana sína næsta árið vegna lasleika söngvarans Daniel Johns.

Daniel Johns hefur þurft að berjast við anorexíu síðustu ár og afleiðingar þess er slæm liðagigt, læknirinn sem annast hann hefur sagt honum að það þurfi að líða að minnsta kosti 12 mánuðir þangað til hann verður nógu heilbrigður til þess að koma framm á sviði á ný. Þessi liðagigt er víst eitthvað sjaldgæf og hverfur venjulega á 3mánuðum en svo var ekki í þetta skipti.


Greying geta þá ekki túrað um heiminn og kynnt nýju plötuna sína en hún kallast Diorama og er vægast sagt alveg frábær! :)

En við skulum bara vona að hann nái sér og svo skellum við okkur bara öll á næstu silverchair tónleika! :)

En á meðan við bíðum skulum við öll fara í Galtalæk á sunnudaginn og sjá hljómsveitina Coral spila :)


p.s. ég veit ekki hvort ég fer alveg rétt með þetta liðagigtardótarí… en það er eitthvað svona að honum.. og mér finnst það leiðinlegt og langaði bara að deila því með ykkur :P


Kveðja
Saklausi kærleiksbjörninn