Fór á heimasíðu Maus (www.maus.is) og rakst þar á síðu sem á að vera uppfærð beint frá stúdíóinu í Dortmund þar sem þeir eru núna. Svo virðist vera sem öll lögin sem þeir taka upp hafi ensk lagaheiti og má því draga þá ályktun að lögin séu á ensku.
Áhugaverð breyting en ég fann svo nokkur promo lög á mp3 formi á enska hluta heimasíðu þeirra. Þetta voru lög af Í þessi sekúndubrot sem ég flýt en sungin á ensku sem var alls ekki að virka jafn vel og upprunalegar útgáfur.
Ég vona bara að ef nýu lögin verða á ensku þá virki betur að semja textana þannig frá grunni. Annars er bara að bíða spenntur eftir 5. plötu Maus!<br><br>“Do you know how much a jizzmopper makes an hour?” - Randall (Clerks)