Vildi bara benda á forrit sem ég var að sækja sem breytir .wav í .mp3. Heitir CDex, er 2Mb og gerir allt sem skiptir máli.
Er að fikta í því og þetta er frábært freeware fyrir þá sem nenna ekki að eltast við MusicMatch t.d. einfalt en með allar stillingar og valmöguleika sem skipta máli. Eini gallinn sem ég finn er að ef það á að velja nokkur lög af disk verða þau að vera í röð ef þú ætlar að rippa þau öll í einu.
Hægt að customizera næstum allt og ég var að prufa að rippa White Blood Cells með The White Stripes og lét forritið gera playlista sjálfkrafa. Mjög næs ef maður vill nota Winamp.
Hægt að finna þetta á CNet download.com: http://download.com.com/3000-2140-9471595.html<br><br>“hehe jamm, mal3 er nottla bara snillingur.. soldið steiktur :Þ” - Syku