Datt í hug að þið mynduð hafa gaman af því að vita það að hann Bruce Dickinson er með útvarpsþætti á BBC 6 (believe it or not! - LOL), á laugardagskvöldum og sunnudagskvöldum á milli 21 og 24 (GMT). Laugardagsþættirnir eru skemmtilegri (rokk í þyngri kantinum). Tékkið á þessu! Fyrir utan það að maðurinn er alveg óborganlegur húmoristi… :D
Það er hægt að hlusta á þessa stöð á netinu í gegnum Real Player. Slóðin er þessi: www.bbc.co.uk/6music
Á þessari stöð er líka að finna margt annað skemmtilegt efni. Til að mynda fönkþætti í umsjón Craig Charles (sem hefur leikið í þáttunum Red Dwarf).
