Version:1.0 StartHTML:0000000167 EndHTML:0000004422 StartFragment:0000000487 EndFragment:0000004406

Góðan daginn

Um þessar mundir fagnar Bandaríska hljómsveitin Rage Against The Machine þeim áfanga að 20 ár eru síðan fyrsta plata sveitarinnar kom á markað og gerði sveitina að einni vinsælustu rokksveit heimsins undanfarna tvo áratugi. Að því tilefni verða haldir sérstakir heiðurstónleikar þann 18. janúar á Gamla Gauknum.

Hljómsveitin á miklum vinsældum að fagna á Íslandi enda voru íslenskir tónlistarunnendur fljótir að átta sig á gæðum sveitarinnar og skaust frumburðurinn á topp sölulistans hér á landi öllum að óvörum og þá sérstaklega meðlimum sveitarinnar sem óraði ekki fyrir að tónlist þeirra með svo sterkum boðskap og harðri tónlist myndi nokkurntíman komast á toppinn neinstaðar. Rage Against The Machine kom svo hingað til tónleikahalds árið 1993 og gjörsamlega troðfylltu íþróttarhúsið í Kaplakrika. Tónleikarnir voru þeir síðustu í Evróputúr þeirra til að kynna fyrstu plötuna og höfðu tónleikar sveitarinnar fram að Kaplakrika verið haldnir á mun smærri tónleikastöðum. Eftir Íslandsferðina hóf sveitin Bandaríkjatúr á Lolapalooza hátíðinni og má segja að þá hafi hún komist á þann stall sem hún er á í dag.

Meðlimir heiðurssveitar kvöldsins eru allir miklir aðdáendur Rage Against the Machine og hafa sett saman 20 laga prógram sem spannar 20 ára feril sveitarinnar.

Egill "Tiny" Thorarensen - Rapp / Söngur (Quarashi)
Franz Gunnarsson - Gítar (Ensími / Dr. Spock)
Arnar Gíslason - Trommur (Ensími / Dr. Spock)
Guðni Finnsson - Bassi / Bakrödd (Ensími / Dr. Spock)
Óvæntir gestir koma einnig fram.

HVAÐ: Rage Against The Machine tribute

HVAR: Gamli Gaukurinn

HVENÆR: Föstudaginn 18. janúar

KLUKKAN: Húsið opnar 21:00. Dagskrá hefst um 23:00

ALDUR: 20 ára

MIÐAVERÐ: 1500kr (engin forsala)

FB VIÐBURÐUR: https://www.facebook.com/events/302068623246454/?fref=ts