Nú fer að styttast í að Sigur Rós fari að klára upptökur á nýju plötunni, eftir smá hlé vegna Hrafnagaldurs Óðins. Hún ætti samkvæmt öllu að koma út í haust eða síðar næsta vetur. Samkvæmt bestu heimildum verður ekki sungið með texta á plötunni og mun Jónsi því aðeins syngja á sínu tungumáli eða “hopelensku” eins og sumir vilja kalla það. Þar með missir hljómsveitin mikið af hinum íslenska svip sínum og þykir mér það mjög slæmt.
Ef engin orð verða sögð á hinnu nýju plötu, hvað mun hún þá heita? Eða mun hún heita eitthvað yfir höfuð…?