BESTU BASSALEIKARARNIR?
Ég hef tekið eftir því að í hkljómsveitum er ósjaldan einn gaur sem gleymist, þegar talað er um hljómsveitir. Það er bassaleikarinn. Söngvarinn er frontið, gítarleikarar eru alltaf dáðir, mismunandi með trommarana. Hver stendur þá eftir. Bassaleikarinn, sem lítið ber á einatt í skugganum. Bassaleikur er nauðsynlegur í góðum lögum, án hans vantaði alla dýpt og fíling í lagið og væri það harla snautt. Bassinn gefur svona… the touch, grúvið fílinginn og… ja, bassi er hreinlega stórkostlegt hljóðfæri. En til að ráða bragarbót við þessari hunsun, bið ég ykkur að tilnefna bestu bassaleikarana að ykkar mati.