Jack White er náttúrulega bara snillingur, allar hljómsveitir sem hann hefur verið í/er í eru rosalegar! en ég er ekki að fíla broken boy soldiers plötuna mikið
algjörlega sammála, dead weather eru alveg fínir en Racontuers eru miklu betri og verða frægari og flottari í framtíðinni, platan Horehound er fín en hún slittnar örugglega fljótt í sundur..
Í engri sérstakri röð: Pink Floyd - The Dark Side of the Moon Rush - Moving Pictures Dream Theater - Scenes From a Memory Svo get ég ekki gert uppá milli hver á skilið að vera í 4. sæti en við skulum bara segja Octavarium eða The Wall með Dream Theater og Pink Floyd
ég mundi seigja the wall, þrátt fyrir að Dream Theater séu geðveikir en það toppar fátt Pink Floyd! FYI ánægður með Rush klárlega eitt af top 10 bestu rokk hljómsveitum sögunnar! ;)
Það er rétt, fátt sem toppar Pink Floyd, en það koma bara svo margir diskar til greina, þetta eru 2 languppáhalds hljómsveitirnar mínar. Ég verð bara að svara þessu með “maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna”. Moving Pictures er svo góður diskur, og Rush svakalegir. Diskurinn er klárlega með þeim bestu sem gerðir hafa verið.
Mjög erfitt að narrowa niður í aðeins fjórar, en ég hugsa að í engri sérstakri röð væru mínar eftirfarandi:
Dirt - Alice in Chains (besta grunge platan ásamt Nevermind/Nirvana) Definetely Maybe - Oasis Master of Puppets - Metallica (eða þessvegna hver sem er af fyrstu 5 plötunum) Diorama - Silverchair
Ef ég myndi skipta einhverri af þessum plötum út fyrir aðra myndi ég líklega velja Blackwater Park/Opeth, White Album/The Beatles, American Idiot eða Dookie/Green Day eða þá fyrstu Tracy Chapman plötuna. Mjög erfitt að velja svona, sérstaklega þar sem ég hlusta á mjög mikið af mismunandi tónlist.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..