_____
setti þetta inná nöldur en einhver sagði mér að setja þetta á rokk svo ég set það bara líka hér
____________
Eitt af því sem fer mest í taugarnar á mér þessa daga er hinn þroskahefti útvarpsmaður á Radíó-X, hann Stjáni Stuð og kellingin Magga V sem er þar einhverskonar stjóri. Byrjum á Möggu, sem var á Létt 96,7, já, er það ekki frábær bakgrunnur til að fara að stýra “einu stöðinni sem rokkar” (rokkaði). Á Létt spilaði Magga Celine Dion og allt þetta rusl sem lítill hópur hlustar á. Magga er greinilega ekki alveg ánægð með tónlistina sem var á Radíó-X því hún er að breyta stöðinni til andkotans. Hvað er málið með sum af þessum lögum sem er verið að spila? Halló, það er til ein FM957 og við þurfum alls ekki aðra. Eitthvað áttar Magga sig samt á að hún er ekki mjög vinsæl greyið, mér finnst hún soldið mikið vera að reyna að vera cool, en er ekki alveg að ganga. Svo á milli laga eru þessu skemmtilegu innskot sem hún les á visir.is, eitthvað sem allir eru búnir að heyra eða eitthvað sem engan langar að heyra. Þetta er frekar skrýtið því nú skortir þessa breidd sem var í útvarpinu.

Mér finnst morgunþáttur Sigurjóns og Bibbu rokk ekkert skemmtilegur, hafa ekki mikið að ræða um og vantar sárlega Jón Gnarr, sem hélt Tvíhöfða uppi.

Svo er Stjáni stuð sem er nú efni í heila bók. Afhverju í ósköpunum er verið að ráða þroskaheftan mann í útvarpið. Að vísu veit ég ekki hvað er að honum, geri samt ráð fyrir því að það vantar eitthvað í hann, kalla hann bara þroskaheftan í þessu innslagi. Stjáni er ekki alveg að skilja hvernig takkarnir virka, dregur oft niðrí lögum og kemur með sína hljómfögru rödd. Svo er stundum verið að senda kveðjur og hann veit ekki alveg nöfnin, gleymir þeim sennilega og man ekkert um hvað kveðjan átti að snúast um. Svo var það bara í gær að ég var að keyra á Reykjanesbrautinni og hlusta á Stjána stuð þáttinn. Svo kom gott lag og ég hækkaði, svo í miðju lagi heyrðist ósköp lítið, svo ég hækkaði enn meira, hélt jafnvel að ég væri að missa sambandið við Radíó-X eða eitthvað, svo hækka ég en um leið kemur Stjáni og öskrar nánast, “já þetta var þarna lagið sem ég man ekki hvað heitir því ég er svo….”. Mér brá svo mikið að ég keyrði næstum útaf, að fá þessa hræðilegu rödd, beint uppí heila, geðveikt hátt er ekkert mjög gott. Auk þess átti hann ekki að draga niðrí laginu þegar það var hálfnað.

Nú er ég aftur búinn að fá geislaspilara í bílinn minn og þarf ekki lengur að hlusta á útvarp, sem betur fer. Ég vona að ef Stjáni stuð og Magga V. lesi þetta verði þau ekki móðguð, þetta er bara mín leiðinlega skoðun. Mér heyrist reyndar að hún sé nokkuð algeng útí þjóðfélaginu. Ég var í fermingarveislu í gær og allir voru sammála að Radíó-X væri farin til fjandans. En kannski vilja forráðamenn Norðurljósa hafa þetta svona, sama er mér. Gott ef einhver getur verið sáttur við þessar breytingar en ég veit ekki um eina einustu persónu í heiminum.