Gítarsándið þarf eiginlega mun meiri vinnu, sérstaklega sólóin.
Mér finnast trommurnar og bassinn bæði ágætt. Trommurnar sánda bara nokkuð vel og vel spilaðar.
Lögin eru basicly nokkuð góð en þyrfti að vinna með sándið.
Clean gítarar með reverb og delay kannski chorus, Distortion gítarar þurfa að vera miklu skítugri á köflum, sérstaklega þegar söngvarinn er að growla. Oft hljómar það eins og gítararnir séu clean allan tímann, sem er að mínu mati ekki að passa alveg.
Söngurinn er að mestu leyti góður, nokrir pínu off partar hér og þar, en mér finnst growlið / screamið sérstaklega gott.