Mér finnst alveg ótrúlega bjánalegt að þessi umræða sé í gangi. Er það ekki bara val hverrar hljómsveitar fyrir sig á hvaða tungumáli hún vill syngja? Ef ég vil syngja á tyrknesku í einhverju lagi sem ég sem af því að mér finnst það viðeigandi þá geri ég það bara og ætlast ekki til að fá gagnrýni fyrir. Svo er líka mikið auðveldara að semja á ensku, t.d. af því að tungumálið flæðir betur en íslenska, og textar á íslensku vilja oft verða mjög súrir, t.d. um bremsuför í hvítum g-strengjum (sem er samt mjög fyndið nafn).
Ef maður vill segja einhvað með laginu sínu þá er oftast mikið betra að koma því frá sér á ensku, því ef maður gerir það á íslensku er líklegt að útkoman verði bara einhver sveitaballatexti. Og ef maður vill vera með einhverjar líkingar í textanum kemur það sennilega út eins og maður hafi tekið ljóð beint upp úr Fagra veröld eftir Tómas Guðmundsson…
Það sem ég er bara að reyna að segja er að svona gagnrýni um á hvaða tungu hljómsveit syngur á ekki rétt á sér þar sem það kemur engum við nema hljómsveitinni sjálfri hvernig henni finnst best að semja. Og það að hljómsveitir tapi á því að syngja á ensku í músíktilraunum er fáránlegt, hreint og beint fordómar og mismunun á list og listamönnum!
ps. Sigur Rós syngur oft ekki einu sinni á íslensku og ef það er einhver meining með textunum þeirra þá ganga þeir alveg úr skugga um það að ég skilji hana ekki, þ.e. meininguna (ekki það að ég sé eitthvað að dissa Sigur Rós, þeir eru náttúrulega alveg magnaðir!!)
pps. Ef einhver lumar á góðri íslenskri þýðingu fyrir eftirfarandi textabrot, endilega póstið þær;
“My private hell as the fears of my own mind surround me like a wall”
eða
“Ambitious copycats will stab you in the back”