Já ég fór í gær á músíktilraunir og í til efni þess ætla ég að segja hvað mér fannst um þetta.
TRABANT….stigu fyrst á svið sem fyrsta gestasveit tilraunanna. Hún var geðveik tóku 3 lög af moment of truth og ekki vantaði stuðið því gaurinn með síða hárið er mjög skemmtilegur á sviði og mjög fyndinn….mér fannst sárt að þeir skulu ekki leika fleiri en 4 lög….en þeir voru þéttir
Soap factory….já þetta var í lagi. Þéttur trommari en sveitin ekki jafn þétt. Einhverskonar hratt pooppunk sem var ekkert að virka….þeir þurfa bara halda áfram og bíðaogsjá….
Tómarúm voru næstir ef ég man rétt. Þeir voru frá stykkishólmi. En það er hræðinlegt að sjá að Korn séu að hafa áhrif á hljómsveitir….og þá kom svona fuck partur þar sem söngvarinn sagði eiithvað fuck me og alltaf hægra og hægra og það var hræðilega asnalegt. Einn gítarleikarinn var víst með ónýtann gítar….hljómurinn hljómaði ömurlega og hann var alltaf að tak einhversóló sem voru ekki að virka. Hljómsveitin ekki nógog þétt og ekki mikið var í bassaleikarann….
Lime. Ég man ekkert röðina en hverju skiptir það…. Lime var þessi týpíska leiðindar tölvubeat eins manns hljómsveit sem spilaði leiðinlega tölvutónlist….hövuðverkjarrokk….leiðinlegt
Core blooming….þetta var þétt band en sorglegt að 20-30 ára gaurar eru að taka þátt í músíktilraunum og spila svona creed, staind, og 3doorsdown rokk……en þetta var þétt band…og alltílagi með það….
Tha skreamerz….Elvar úr skam mættur hér með tölvuband. Sögðu fyrst hvað öll lögin hétu og ýttu á play…sorglegt….. tengdu saman 3 lög sem var það sama allan tíman og allir voru að drepast úr leiðindum…..þeir spiluð í korter án þess að stopa..
Gizmó….besta band kvöldsins….radiohead fýlingur og melódískar pælingar þar sem þeir voru með þrjá gítarleikara. Góð hljómsveit en ég hafði viljað sjá íslenska texta…
Ókind….líka mjög ágætir…hænu lagið var klikk….ég hló einsog vitlusyngur….fyrsta lagið var ekki að virka nógog vel enn komst þó í gang seinna…hljómborðshljómurinn hélt einhveju lagi uppi sem ég man ekki hvað hét enn það var að virka mjög vel..gott band ..
Noise….byrjuðu á einhverju lagi sem var ekki nóg og gott. Kannski að þeir þurfa fá annan gítarleikar til þess að halda bandinu gangandi….Einar vilberg kominn með nýjan gítar sem var helvíti flottur….annað lagið var mun betra….Síðan ennduðu þeir á freeloader sem ég var þó að fýla..trommarinn slær heldur fast á settið og ekki feiminn við að tjá sig. Ekki þeirra kvöld en fyrstu 2 lögin voru eindfaldlega léleg….
Nuggest…..voru brandari kvöldsins….spiluðu popp með 3 gripum og bassa sem var falskur….allir klöppuðu með og hló eins og brjálaðingar…..Sorglegt að 9 krakkar fái að taka þátt. Og afi þeirra voru mættir til þess að styðja strákana sína sem mér fannst fyndið…..söngvarinn söng eins og stelpa nema að hann hafi verið selpa kannski mann það ekki alveg….og fynndnast fannst mér þegar ég sá SIGGA PÖNK labba út við þessi leiðindarpopp…..
Heilaskaði….Hemúll mættur með band….hann heldur alltaf upp sremmningu og er fyndinn…..léku svona miðaldar tónlist í bland við nintendo hljóma….í endann tók hann skjáinn af tölvunni og rústaði henni sem ekkert nema gott….
Meðan talning stóð lék STAFRÆNN HÁKON fyrir gesti. Yndislegir tónar í bland við lofi og góðan hljóðfæraleik hélt þeim uppi. Virkilega góðir. MÉR sýndist Birgir úr ampop vera leika á bassa. En allir voru að tala svo mikið þegar hann lék að þeir skemmdu þetta…..Og þú getur keypt 2 frábærar plötur með þeim eignast jeppa og í ástandi rjúpunnar. Og mér finnst frábært að sjá þá því studnum leika þeira allt uppí 6 manns á tónleikum og stundum einnugis 2 sem þeir kunna að bjarga sér….
Gizmó og ókind komust áfram eins og mér grunnaði frá byrjun…
þetta var frekar liðinlegt á köflum þegar liðinlegu böndin voru að spila en trabantinn, hákoninn, ókindinn og gizmóinn hélt þessu uppi..
p.s stafsetningarvillur eru í boði míns…takkk