Mér finnst þessi grein eiga betur heima herna á rokk heldur en kvikmyndir þannig að ég sendi hana hingað.
Ég tók myndina Pink Floyd the wall um helgina og fannst þessi mynd eiga skilið grein hér á hugi.is. Þetta er mín fyrsta grein og ég er að gera hana í dáldið mikillri flíti þannig vinsamlegast sparið skítaköstin.
Myndin fjallar í stuttu máli um rokk stjörnu sem heitir Pink (Bob Geldof) sem uppgvötar það að konan hann er að halda framhjá honum þegar hann er í tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Pink lokar sig inni og býr til ýmindaðan vegg í kringum sig sem lokar hann frá umheiminum. Hann fer að minnast tímana þegar hann var í skóla hvað kennarin hataði hann mikið og gerði grín af honum fyrir framan allan bekkin. Mest hugsaði hann um faðir sinn sem hann aldrei kynntist enda lest í seinni heimstyrjöldini. Út af þessum ýmindaða vegg þá verður hann geðveikari og geðveikari og fer loks að ýminda sig sem leiðtoga nokkurn vegin allveg eins og hitler þangað til loksins hann fer í ýminduð rettarhöld sem dæma hann sekan og enda þau á setninguni “Tear down the wall”
Þetta er frábær mynd sem allir Pink Floyd aðdáendur ættu að eiga enda er hún skrifið að snillingnum Roger Waters. Það voru mörg frábær atriði í myndini td þegar lagið another brick in the wall var tekið en uppáhalds atriðið mitt var án efa þegar lagið Comfortably Numb kom enda snilldar lag og eitt af mínum uppáhalds Pink floyd lögum.