Trúi ekki að einhver hafi aldrei heyrt amk einu sinni minnst á Sign. Frábært band, hef séð þá 2 og spilað á sama giggi og þeir einu sinni :B
Búinn að hlusta á þá síðan svona 2002-2003, var þá kringum 12 ára…!
Búinn að pikka upp mörg lög þeirra og fíla einnig The Circle plötuna hans Ragga í tætlur, fyrir þá sem eru ekki á sama máli mæli ég með að tékka sérstaklega á textunum, frábærir.
Plötu Review* Vindar og Breytingar - Flott lög, vel spiluð, frumleg og mjög góð í nærri alla staði. Eina sem mér finnst virkilega há henni eru gæðin, en þau eru stundum frekar slæm. Textarnir og pælingarnar mjög á undan í íslenskri tónlist sérstaklega.
Bestu lög; Fyrsta Skrefið, Halim, Zektarkennd, Í Gegnum Lyfin, Gullskot í Hjartanu Mínu.
* Fyrir ofan Himininn - Flott lög, fíla þau persónulega ekki öll samt, sérstaklega seinni helming plötunnar. Gæðin eru nokkuð léleg samt sem áður. Hljóðfæraleikur mjög góður að mínu mati, og söngurinn einnig. Textarnir svolítið öðruvísi en á V&B, en mjög góðir engu að síður og henta mér á stundum meira.
Bestu lög; Eichvað, Fyrir ofan Himininn, Innri Skugginn, Rauða Ljósið, Augun, Ég Fylgi Þér.
* Thank God for Silence - Flott lög, meiri old school rock'n roll og textarnir komnir á ensku. Passar við sum lögin en stundum finnst manni aðeins ofaukið í því..Frábærlega mixuð og hljóðfæraleikur og sköpun í alla staði vel að verki staðin. Reyndar fannst mér oft á tíðum eins og trommurnar mættu vera meira skapandi, annars flott. Flott Cover einnig. Byggði upp mikla spennu hjá mér persónulega, sem gjörsamlega hrundi alveg niður þegar ég heyrði The Hope.
Bestu lög; Lift me up, A Little Bit, Love to be Loved, Breathe, Thank God for Silence, What You Don't Know, So Pretty (Nærri öll lögin).
* The Hope - Langar að segja “No Comment” en þá væri þetta hálf slakt review. Persónulega finnst mér The Hope mjög slæm plata, hljóðfæraleikur og söngur er svosem fínn, lögin hundleiðinleg og hljóma flest eins í mínum eyrum. Coverið er reyndar töff. Enskir textar enn á ný og manni er hálfpartinn farið að finnast þeir vera komnir með leið á þessu einhvernveginn.
Skástu lög: Misguided, Hold Me Alive, Moveless.
hvað finnst ykkur um hljómsveitina Sign [: ?
There you go. Myndi ekki segja besta íslenska bandið, en var það að mínu mati einu sinni og hefur haft áhrif á marga, veit ég. Þar á meðal mig.