Ég hef alltaf verið að velta því fyrir mér hversvegna varð svona mikil stefnubreyting á tónlist Pink floyd´s eftir að það varð ljóst að Barrett gæti ekki haldið áfram. Ég verð að játa að ég er ekki það vel að mér í sögu Pink Floyd en ef ég á að meta hlutina út frá efninu þá skal ég reyna það.
Tímabilið sem Syd Barrett var að spila með Pink floyd er án vafa með þeim sýrðari sem ég hef hlustað á í tónlist. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem tónlistarmanni því mér finnst sem hann hafi haft mikla hæfileika. Ég fer heldur ekki frá því að hefði hann ekki orðið neyslunni að bráð þá hefði maður heyrt margt gott og betra en áður.
Ég verð samt að segja að í heild þá finnst mér besta efnið í heild vera rétt eftir brottför Syd Barrett. Tvær af þrem uppáhalds Pink Floyd plötum mínum eru Atom heart mother og Meddle. Þar örlar ekki á erfiðari formúlu sem einkennir Concept plötur. Ég ber samt sem áður mikla virðingu fyrir efni þeirra eftir það allt að The Wall. Þegar það kom að The Wall finnst mér formúlan þeirra vera orðin þreytt. Það er margt gott á The Wall en ég get ekki sett þá plötu á fóninn án þess að sleppa mörgum lögum og hlaupa að þeim sem mér finnst best. Það vandamál hrjáir hinsvegar ekki Dark Side…, Wish you…., og Animals.
Það getur vel verið að Roger Waters hafi verið aðal lagasmiðurinn og aðalheilinn bak við músíkina sem slíka. Ég verð samt sem áður að ámæla þér fyrir að segja að Gilmour hafi bara verið ágætur gítarleikari. Hann er einn að mínu mati einn af bestu gítarleikurum sem ég hef séð og heyrt í á ævinni. Ég er reyndar furðulostinn að Pink Floyd aðdáendi skuli segja þetta. Það getur hver sem er með nægilegri þjálfun spilað leifturhraða gítarsóló eins og Steve Vai eða Joe Satriani… en það þarf virkilega hæfileika til þess að spila eins og Gilmour og fleiri sem verða ónefndir.
Það skal taka það fram að ég fíla vel Steve Vai og Joe Satriani, ég er ekki að gera lítið úr þeim en mér finnst þeir ekki vera í sama klassa og Gilmour.
Fallegasti gítarsóló allra tíma: Comfortably Numb.
greatness.