Ég var að lesa fókus, og þar var viðtal við Margréti Valdimarsdóttur, en eins og kunnugt er er hún orðin nýr dagskrástjóri RadioX, eftir að flest öllum á stöðinni var sagt upp störfum. Þar segir hún orðrétt: “Það verða ekki gerðar miklar breytingar hvað tónlistina varðar-ef einhverjar þá verður það helst að spila meira af gömlu, góðu rokki á daginn á meðan kvöldin verða áfram helguð harðasta rokkinu”. Ég hef verið að lesa pósta héðan af huga þar sem menn eru mjög áhyggjufullir yfir því að nýráðinn dagskrástjóri muni breyta radioX í léttari stöð, þar sem Britney Spears og Nsync eða eitthvað álíka verður í aðalhlutverki allan daginn. Jæja, ég segi nú bara fyrir mig að ég vona að stöðin eigi eftir að halda sínu striki, þó svo að hún hafi nú eitthvað verið að léttast undarfarnar vikur. En vonandi mun RadioX rokka áfram!<br><br>…ahhh, there's my bad mother fucker-Samuel L. Jackson-Pulp Fiction
Badmf