Þetta er til þeirra sem eru alltaf að auglýsa hvað þeir hati Creed, Staind og allt það mikið

Það er merkilegt hvað mannkynið hatar mikið það sem hentar því ekki. Þetta hefur alltaf verið svona, og enginn virðist fatta að engir tveir eru eins og það eiga ekkert allir að vera að hlusta á Rammstein eða hvað það er sem hentar ykkur.

Aaron Lewis er þunglyndur og semur tónlist eftir því, fyrir þunglynt fólk. Hann er talinn besti textahöfundur í heiminum í dag og hann veit alveg hvað hann er að gera. Þótt það sé lítill hópur hér á landi sem sér hann og þessa tónlist frá hanns sjónarhorni, þá er hópurinn t.d. í bandaríkjunum mörgumsinnum stærri en allir íslendingar til samans sem finnst þetta einfaldlega höfa til sín.

Það er líka ekkert auðvelt að semja glaðlegri tónlist þegar maður er þunglyndur.

Ég hef samt ekki hugmynd um af hverju þeir eru alltaf að nauðga þessu í útvarpinu. Það er kannski skiljanlegt að maður fái ógeð á þessu þegar maður hlustar svona oft á það.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”