herra psi
Þú sagðir í þessari grein þinni að Aaron Lewis sé þunglyndur og semji því tónlist eftir því, semsagt tónlist fyrir þunglynt fólk. Ertu hálfviti? Ég er þunglynd, en ég get EKKI huxað mér að hlusta á Staind. Og þeir sem “hata” staind eru ekkert að hata hana útaf því að hún er svo “þunglynd” (eins og þú kallar hana) heldur bara af því að hún er svo yfirborðskennd að það er ótrúlegt, ég held bara að Aaron Lewis sé bara í einhverju sell out þunglyndi til þess að allar bandarísku gelgjurdruslurnar hlusti á Staind, þegar það er nú búið að halda framhjá þeim, eða segja þeim upp - svona virkar bara þessi heimur, þetta er bara allt rugl, og við sem föttum þetta þolum ekki hljómsveitir eins og Staind.
Og svona að lokum, ekki vera að kalla neina tónlist þunglyndis-tónlist, maður hlustar ekki á tónlist til að verða þunglyndur, ef maður er þunglyndur þá lætur maður alltaf eitthvað í spilaran sem hressir mann við, eða lætur mann gleyma því sem hefur gerst.
Ég skil ekki fólk sem kallar t.d. Sigur Rós, og Godspeed you black emperor þunglyndis-tónlist, þetta er bara ótrúlega falleg tónlist sem maður getur túlkað á sinn hátt því að lögin fara ekki eftir þessum 3mínútna standard, bara yndislega falleg og tilfinningaþrungin tónlist.
Og eitt annað að lokum, eins og ég er búin að segja þá er ég þunglynd og ÉG veit það að þegar maður er þunglyndur þá hagar mér sér ekki þannig nema maður sé einn eða eitthvað, í flestum þunglyndistilvikum setur sjúklingurinn upp svokallaða grímu, svo að enginn fatti að honum líði illa - þess vegna eru oftast ótrúlegasta fólk sem er í raun og veru þunglynt. En ég skil alveg af hverju þessi misskilningur er í gangi, því það eru svo margir unglingar sem eru að þykjast líða illa, og þykjast “hata” mömmu sína og pabba og svo framvegis, en innst inni er alltí lagið með þau, vantar bara smá athygli….
En allavegana þetta var það sem ég hafði að segja - og takk fyrir mig :)