Ef þú hefur verslað geisladisk þá mátt þú afrita hann til einkanota t.d. í bílnum þínum.
Það er höfundarréttarbrot að nota hugverk listamanna án leyfis. Það eru reyndar undantekningar svo sem hljómsveitir sem spila músík annara á tónleikum því þar ertu ekki að hljóðrita tónlist annara heldur bara að flytja hana.
Stef fer með umboð tónlistarmanna hér á Íslandi og sér um að rukka stef gjöldin fyrir listamenn. Reyndar eru flestir Íslenskir tónlistarmenn skráðir hjá NCB sem er í Danmörku en NCB sér um að rukka fyrir Íslenska tónlistarmenn utan Íslands.
Þeir samningar sem gerðir eru á milli plötufyrirtækja og listamanna eru afar misjafnir en þó virðast þeir oft skerða hag listamannsins meira en fyrirtækisins því fyrirtækin hugsa mörg hver fyrst og fremst um peninga.
Þú getur kynnt þér úthlutunarreglur og annan viðlíkan fróðleik á slóðinni
http://www.stef.iskveðja
Znarf…………….