Ég ætla að copy-paste-a hluta af grein á nulleinn.is (skrifuð af Hemma, sem ætti nú að vera með þetta á hreinu) hingað, en annaðhvort eru nulleinn.is farnir í sama bisness og baggalúturinn eða Norðurljós eru að skíta fullkomlega á sig:

——————————————————-
Nú rétt fyrir helgi bárust merk tíðindi úr heimi útvarps á Íslandi því samkvæmt upplýsingum nulleins hefur öllum starfsmönnum Radio-X verið sagt upp störfum nema Pétri úr Ding Dong og Tvíhöfða.
Útvarp á Íslandi hefur oft virst eiga undir högg að sækja og erfitt virðist að finna peninga til að reka þesslags batterý.

Þorsteinn Hreggviðsson (Þossi) fráfarandi dagskrárstjóri Radio-X er hissa á ákvörðun yfirvaldsins og segir þá vilja létta stöðina. Þrátt fyrir að vera harðasta útvarpsstöð landsins hefur Radio-X náð FM957 í vinsældum og komust yfir þá hlustunarsvæði stöðvarinnarsamkvæmt upplýsingum frá Þossa. Það sem þó þykir merkilegast er að nýr dagskrárstjóri stöðvarinnar er Margrét Valdimarsdóttir sem áður stýrði síð og víð píkipoppstöðini Létt 96,7.

…..[meira á nulleinn.is] …
———————————————————
Ég ætla að byrja á því að biðja menn um að vera ekki að tuða yfir því að þetta sé copy-paste.

En þetta þykir mér mjög undarlegt! Ég er nú alltaf að hlusta minna og minna á Radíó-X en það er þó gott að geta alltaf gripið í hana ef maður vill hvíla sig á geisladiskunum sínum.

Jæja, ég reyndar trúi þessari frétt mátulega, ég ætla að fá staðfestingu áður en ég fer að æsa mig á þessu.