Ok, þjóðhátíð í eyjum er oftar enn ekki í miklu uppáhaldi hjá unga fólkinu og allt gott og blessað með það. En eru þið ekki orðin þreytt á allri þessari fm957 og Skímó-stemmningunni sem virðist ráða ríkjum þarna ár eftir ár eftir ÁR!!!….
Væri ekki skemmtilegra ef það væri almennileg tónlist þarna? Ég meina SAMA þó að maður sé á rassgatinu allan tíman! MAÐUR HEYRIR SAMT Í TÓNLISTINNI! Æhj ég veit ekki með ykkur, en ég er orðin svolítið geðveik á þessu…
Og líka peningurinn sem fer í það að fara t.d. á hróarskeldu! af hverju erum við ekki bara með eitt stykki “Hróarskeldu” hérna á klakanum, og það er bara engin staður meira tilvalin í þetta en einmitt þjóðhátíð í eyjum, þá þarf maður bara að taka herjólf, eða flugið og þá ertu komin…engin peningur svosem.
En það er náttlega stemmning að fara svona vinahópurinn til útlanda á tónleika, en ég meina Vestmannaeyjar eru útlönd?
En hvað segiði? Tölum við Einar Bárða og reddum þessu?!?! Nei haha …en samt svona í alvöru það er alveg hægt að redda einhverjum alvöru hljómsveitum til eyja :P
Með kveðju
Bjartsýni kærleiksbjörninn =)