Þetta er grein sem er á nulleinn.is og undirtonar.is:

———
Nú rétt fyrir helgi bárust merk tíðindi úr heimi útvarps á Íslandi því samkvæmt upplýsingum nulleins hefur öllum starfsmönnum Radio-X verið sagt upp störfum nema Pétri úr Ding Dong og Tvíhöfða.
Útvarp á Íslandi hefur oft virst eiga undir högg að sækja og erfitt virðist að finna peninga til að reka þesslags batterý.

Þorsteinn Hreggviðsson (Þossi) fráfarandi dagskrárstjóri Radio-X er hissa á ákvörðun yfirvaldsins og segir þá vilja létta stöðina. Þrátt fyrir að vera harðasta útvarpsstöð landsins hefur Radio-X náð FM957 í vinsældum og komust yfir þá í Reykjavík og Reykjanes samkvæmt upplýsingum frá Þossa. Það sem þó þykir merkilegast er að nýr dagskrárstjóri stöðvarinnar er Margrét Valdimarsdóttir sem áður stýrði píkipoppstöðini Létt 96,7.

Þossi segir að áformað sé að búa til “adult alternetive” útvarp sem einblínir á eldri og mýkri rokk músík, hann hefur verið dagskrárstjóri stöðvarinnar frá upphafi og þar áður stýrði hann Xinu í 5 ár. Þossi hefur því mikla reynslu í að stýra rokkútvarpi en hann segist ekki vera hættur að rokka þó Radio-X sé dáið, en vill ekkert láta uppi um hvað býður hans.
———

Svo virðist sem að fyrir marga hér á huga hafi óskin loksins ræst. Nú er bara spurning hvað kemur í staðinn.

<br><br>“Hey, you sass that hoopy Ford Prefect? There's a frood who really knows where his towel is.”
The hitchhikers guide to the galaxy