Jamm. Mér finnst þetta samt helvíti skítt. En hvað um það.
Allavega, það er svoldið fyndið með röddina í Bigga, það er svo mörgum sem finnst hún vera svo fölsk og mér fannst það líka fyrst þegar ég heyrði í Maus og þoldi röddina í honum ekki. En svo nokkrum árum seinna tók ég Lof mér… á bókasafninu, á einhverju íslensku tónlistarflippi(eftir að hafa horft á Popp í Reykjavík)og féll strax fyrir Maus og röddinni í Bigga.
Ég held hann hafi farið í söngkennslu, eða eitthvað þannig, áður en þeir tóku upp Í þessi… , nema ég sé að rugla honum saman við Chris Martin í Coldplay :)
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei hlustað á The Soft Bulletin(ég veit, ég veit, þetta er alveg fáránlegt) en mér finnst Clouds Taste Metallic vera fín. Hún var gefin út 1995 og ég held að þetta sé önnur platan. Þetta er frekar umm….tilraunakennt, allavega miðað við Race for the Prize, svoldið líkt Pavement, sem mér finnst bara fínt.
En hefurðu eitthvað hlustað á fyrstu tvær plöturnar sem Maus gáfu út?