Já, já, það er allt gott og blessað. Þó að þessi umræða sé tæknilega búin þá langaði mig bara að koma með eina dæmisögu um hann Ragga. Áður en ég byrja þá langar mig að taka fram að ég er ekki að bögga Einar. Ég fíla Noise vel og mér finnst gítarsándið á upptökuni algjör snilld, mér finnst líka sólóið í Freeloader mjög gott sólo, það hefur byrjun, uppbyggingu og endir og finnst mér bara lagið í heild vera bara mjög gott(þó að tiltekinn trommari vilji alltaf lemja mig þegar ég spila Freeloader riffið, en við förum ekki út í það hér)
Æjá, dæmisagan mín…Það vill svo til að ég er í gítarkennslu hjá Þórði Árnasyni gítarleikara í Stuðmönnum. Þórður er með án efa bestu gítarleikurum á Íslandi og getur tekið allt milli himins og jarðar. Málið er að það er annar strákur að læra hjá honum og hann tók Ragga Sól. með sér í tíma því honum langaði að sýna Þórði hvað hann væri góður á gítar. Þórður fannst þetta bara alveg út í hött og hafði mjög´lítið álit á honum þegar hann kom inn, fannst bara ekkert sniðugt hjá honum að koma með einhvern fímmtán ára gutta í tíma. Þannig að hann tók bara einhver fáranleg grip, án þess að hann sæi til. einhverjar dim7 eða m7(b5) ( ef einhver skilur það?). Raggi tók þessi grip með því að hlusta á nóturnar og tók það bara eins og hann heyrði það. Þórður var mjög impressed með þetta en hann ákvað að testa hann aðeins meira. Hann tók einhverja fáranlega griparöð og sagði honum að sólóa yfir hana, og viti menn….tók ekki gaurinn bara eitthvað fáránlegt sólo yfir þessa djasshljómaröð hjá Þórði. Hann Þórður sagði mér þetta einhvern tímann og það er mjög erfitt og það er mjög mikils virði að fá hrós hjá Þórði.
Mig langaði bara að segja þessa sögu bara til að undirstrika að hann Raggi er einfaldlega snillingur á gítar. Eina rökrétta skýringinn á þessu fyrir utan það að hann sé bara undrabarn er að hann hefur “perfect pitch”. Það er hann heyrir nótur og getur sagt hvað þær heita einfladlega með því að hlusta.
Allavega…..ég þarf að fara…The sirens are calling for me ;)