eins og alltaf á Gamla Bókó er frítt inn og fjörið byrjar klukkan 8
Fyrst á svið verða Black Sheep, sem er 5 manna band ofan af Akranesi sem spilar einhverskonar óskilgreint rokk. Getið tékkað á myspaceinu þeirra þar er að finna eitt lag tekið upp í mjög lélegum gæðum en það gefur smá forsmekk af því hvað þau eru að gera.
www.myspace.com/blacksheepiceland
Næst á svið er svo önnur hljómsveit ofan af Akranesi sem að heitir Knights Templar. Þeir segjst spila Krem-Metal sem að er einhverskonar blanda af Metal/Rock/Blues. getið tékkað á myspace hjá þeim og heyrt 4 demo af lögum sem eiga öll eftir að hljóma á tónleikunum.
www.myspace.com/knightstemplarrock
Nightriders enda svo kvöldið. Þeir spila Power-Metal eða eins og þeir gefa upp á myspace þá hljóma þeir eins og Progressive Technical Epic Extreme Brutal Death Black Melodic Power Metal. Þið get bara tékkað á þeim á myspace líka þar sem þið finnið hrátt demo af einu lagi.
www.myspace.com/nightridersice
Eins og áður sagði þá verða þessir tónleikar á Gamla Bókasafninu Hafnarfiðir 13. nóvember og hefast klukkan 8 og auðvitað er frítt inn.
Hvað er betra en að skella sér á tónleika í kreppunni og tékka á 3 spennandi böndum?
Láttu sjá þig
What if this ain't the end?