Sælinú /rokk-arar. Ég bjó í London síðasta vetur (feginn að búa þar ekki lengur, en hei, það kemur þessu ekkert við), og kynntist þar indverja sem er þar í námi eins og ég var. Við deilum tónlistarsmekk að miklu leiti, og höfum kynnt hvorn annan fyrir þeim böndum sem við hlustum á. Ég hef haldið sambandi við hann síðan ég flutti heim gegnum netið, og núna áðan var hann að benda mér á sveitina Avial, sem kemur frá einhverjum smábæ á Suður-Indlandi. Þeir syngja á sínu eigin máli sem heitir ‘malayalam’ svo söngurinn hljómar mjög furðulega til að byrja með, en gefið þessu séns:
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=ADD7ga9Bs_kEru einhverjir fleiri en ég að fíla þetta? :-o
Peace through love, understanding and superior firepower.