noise um helgina !
,,Rokksveitin noise spilar á tvennum tónleikum nú um helgina. Sveitin, sem er nýkomin heim af vel heppnuðu tónleikaferðalagi um Holland og Belgíu mun frumflytja efni af þriðju plötu sinni, sem er væntanleg fyrir jól. Fyrri tónleikarnir eru í kvöld kl.21 á Áttunni í Hafnarfirði ásamt Dead Model og No Culture. Seinni tónleikarnir verða svo á Dillon á laugardagskvöldið ásamt Dead Model og hefjast kl.22. Aðgangur á báða tónleikana er á sannkölluðum kreppukjörum eða ókeypis.