Rokksveitin noise snýr aftur til Bretlands á morgun, eftir vel heppnað tónleikaferðalag þar í landi fyrr á árinu. Sveitin mun spila í Manchester , Nottingham og í Camden, þar sem haldið verður upp á útgáfu safnplötu, sem kemur út á vegum breska fyrirtækisins PureRawk. Lagið ‘Quiet’ af plötunni ‘Wicked’ með noise er að finna á plötunni og munu þeir sjá um að enda kvöldið.
Noise eru nýkomnir úr hljóðveri með þriðju breiðskífu sína í fararteskinu. Platan var tekin upp á tíu dögum í Tankinum við Önundarfjörð og er hún blanda af metal og poppi. Áætlað er að platan komi út í nóvember.

www.myspace.com/noise1