Besta plata hljómsveitar myndi ég segja
The Dark Side of the Moon með Pink Floyd. Ætli ég hafi ekki hlustað á hana svona a.m.k. 200 sinnum alla í gegn og hún hættir bara ekki að vera góð. Hún hefur bara þessi áhrif á man sem maður getur ekki útskýrt. Hún er að mínu mati hin fullkomna plata. Hún einhvernveginn ætlaði sér ekki neitt en varð síðan allt, reyndi ekkert en tókst samt til.
Besta plata einstaklings finnst mér vera
Amused to Death með Roger Waters, sem var reyndar einmitt í Pink Floyd. Maðurinn hefur bara einhvernveginn svo mikla tjáningarþörf og það skýn svo í gegn á þessari plötu, ég algjörlega gleymdi mér í þessari plötu.
Besta Íslenska platan myndi ég segja að væri
Ágætis Byrjun með Sigur Rós. Ein af fáum hljómsveitum sem ég get hlustað á án þess að vera með hugan mikið við textasmíðarnar, þó að Flugufrelsarinn og Starálfur séu stórkostlega fallegir textar.
Einnig á Opeth ákveðinn stað í hjarta mér, líklega myndi ég segja að Blackwater park sé þeirra besta stykki. Eða My Arms, Your Hearse.