Ég fór í diskabúð Valda um daginn til þess að finna eitthvað sniðugt.
Ég leitaði lengi og allt í einu fann ég Smashing Pumpkins-Machina 2(friend & enemies of modern music)
Ótrúlegt. Hann var gefinn út í 25 eintökum eða eitthvað á netinu ! Auðvitað keypti ég hann. Var reyndar soldið dýr. 4200 kr en það var allt í lag því ég er alvöru pumpkins maður.
Svo keypti ég tvo diska í viðbót.
Annar hét Muse(arcana) en er ekki Muse hljómsveitin sem þið kannist við. diskurinn var gefinn út 97 og minnir þetta mjög svo á Smashing Pumpkins-Simese Dream. Hann kostaði aðeins 400 kr.Keypti líka safndiskinn Punk-the worst of total anarcy…..
Allt fínt stuff. Það er hægt að finna svo margt sniðugt þarna í diskabúð Valda og mæli með þessari búð !!!!