Geðveikir tónleikar í Gamla bókó í kvöld!
Gamla bókasafnið heldur rokk-tónleika með hljómsveitunum Unchastity, Furry Strangers og Wistaria fimmtudaginn 17. apríl. Húsið opnar kl 19:30 og byrja tónleikarnir um átta leytið. Gamla bókasafnið er staðsett í Mjósundi 10 í Hafnarfirði og er frítt inn á tónleikana. Unchastity eru duglegir að túra um höfuðborgarsvæðið og eru þeir að spila víðsvegar um Reykjavík þessa daganna. Furry Strangers slást í för með þeim m.a. á þessum tónleikum og spila sitt kraftmikla rokk af miklum dugnaði. Til að toppa tónleikana tekur hljómsveitin Wistaria sig til og rífur þakið af húsinu með metalrokki sínu. Frekari upplýsingar má finna á www.myspace.com/gamlabokasafnid