Hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir bassaleikara. Æfingarhúsnæði er til staðar í 105 og eru allir meðlimir 18-22 ára gamlir, gítarleikari(og söngvari), trommuleikar og hljómborðsleikari(og söngvari) og erum í leit að nýjum bassaleikara. Hljómsveitinn er búinn að vera starfandi í 3ár en breytingar urðu núna í desember þar sem að 2 meðlimir hljómsveitarinnar fluttu burt (trommu og bassaleikar) en nýr trommari hóf störf stuttu síðar.
Hljómsveitin spilar progressive rock og er einungis í frumsömdu efni. Áhrifavaldar okkar eru jafn margir og þeir eru misjafnir. Allt frá Pink Floyd yfir í Dream Theater, Deep Purple, Jeff Buckley, Rush, Muse og ELO. Hljómsveitin hefur verið dugleg að dreyfa demo's til útgáfufyrirtækja og hefur eitt stórt útgáfufyrirtæki þegar boðið okkur útgáfusamning en við stefnum á að byrja upptökur í febrúar með nýjan bassaleikara innborðis. Möguleiki á ágætis tekjum. Allir meðlimir hljómsveitarinnar eiga tónlistarmenntun að baki bæði erlendis og hér heima. Hljómsveitin á frábært hljóðkerfi, Yamaha digital mixer og frábæra hátalara.
Kröfur um mikinn metnað.
Áhuga og þekkingu á tónlist.
Sjálfstæð vinnubrögð og gott tóneyra.
Fyrir frekari upplýsingar og demo hafið samband á netfang raggifj@gmail.com (msn það sama og þetta netfang) eða í síma 8460854