Hlustunnar tillögur fyrir ráðvillta stráka og stelpur sem dansa til að gleyma
Jæja krakkar, hér langar mig að mæla með nokkrum lögum og skrifa jafnvel smá klausu um þau.
-
a silver mt zion - 13 angels standing guard ‘round the side of your bed. - [Þetta lag er bara með bestu
djöfulsins lögum sem ég hef heyrt, og hafa mörg hörkutólin farið að hágráta eftir að hafa hlustað á
þetta. Gullfallegt og er varasamt að hlusta á þetta ef að maður þjáist af þunglyndi. Þetta lag er af diskinum
’he has left us alone, but shafts of light sometimes grace the corner of our rooms..']
-
Arab Strap - The First Big Weekend - [Er á 'The week never starts round here' diskinum, snilld.]
-
At The Drive-In - Mannequin Republic - [Rosalegt, leiðinlegt að atdi hafi hætt, en eftir eru Sparta, Mars Volta og Defacto.]
-
Blonde Redhead - Le Chanson De Slogan - [Snilldarband, missti af þeim þegar að þau voru hér, andskotans útskriftarvinir.]
-
Bob Hund - Mer Än Så Kan Ingen Bli - [kännnnerr duu boobb hunndd?, Sænska hljómsveitin Bob Hund.]
-
Dinosaur Jr. - I'm Insane - [Af diskinum 'hand it over'.]
-
Geoff Farina - Eventually - [Geoff Farina, söngvari Karate og Secret Stars. Mæli með disknum hans 'Reverse Eclipse'.]
-
Jeff Buckley - Lover you should've come over - [Maðurinn sem gaf út eina bestu plötu sögunar, 'Grace', og dó allt of snemma.]
-
Johnny cash - i see a darkness - [Gamli kúrekatöffarinn að taka Will Oldham cover, jé minn eini þetta er næs on æs.]
-
Le Tigre - The The Empty - [Snilldar feminista rokk.]
-
les savy fav - we've got boxes - [Fílaru At The Drive In? ..Trail Of Dead? tjékkaðu þá á þessu, snilld, snilld, snilld.]
-
Bobby Conn - Baby Man - [Litli hugrakki maðurinn.]
-
Brown Derbies - Karma Police - [Brown Derbies er víst hljómsveit þar sem að hljómsveitarmeðlimir spila ekki á nein hljóðfæri, nota
bara raddirnar, radiohead lagið karmapolice er frekar skemmtilegt í þessari útgáfu. Svo er líka hægt að finna önnur cover lög með
þeim eins og ‘Eye Of The Tiger’ og ‘Better Man’ bráðskemmtilegt alveg hreint.]
-
Ed Harcourt - Apple Of My Eye - [Af diskinum Maplewood.]
-
Frank Black - Los Angeles - [Fyrrverandi söngvari Pixies er ennþá með nokkra takta.]
-
Rachel's - those pearls - [Af diskinum 'Selenography' gullfallegt.]
-
Modest Mouse - Exit Does Not Exist - [Modest Mouse eru bestir. Það vita allir. Missti reyndar af þeim þegar að þeir komu, þar sem
að ég var í Danaveldi, sá þá hinsvegar á hróarskeldu, þar sem að eitthvað kjánaprik stoppaði tónleikana eftir aðeins klukkutíma.
Þetta lag er í uppáhaldi hjá mér, eins og flest öll lögin þeirra, mæli með því að þið kaupið ykkur allt með þeim sem þið sjáið.]
-
Mogwai - Xmas Steps - [Sá þetta live þegar að þeir komu í fyrra, eitt magnaðasta lag sem ég hef séð live, annars er mjög flott
guns'n'roses cover eftir þá á netinu, ‘Mogwai - Don’t Cry'.]
-
Neutral Milk Hotel - In the Aeroplane Over The Sea - [Frábær hljómsveit sem fáir kannast við, af diskinum ‘In The Aeroplane Over
The Sea’.]
-
Nick Drake - Northern Sky - [Af diskinum ‘An Introduction To Nick Drake’ Nick Drake var ekki mjög vinsæll þegar að hann var lifandi,
hann dó árið 1974 eftir að hafa barist við þunglyndi lengi, opinber dánarorsök er að hann hafi óvart tekið of stóran skammt af
þunglyndislyfjum.Hann lætur eftir sig 3 mjög góðar plötur, ‘Five Leaves Left’, ‘Pink Moon’ og ‘Bryter Layter’.]
-
Sebadoh - careful1 - [Af 'Bakesale', snilldar diskur]
-
shellac - prayer to god - [Af diskinum ‘1000 hurts’. Shellac eru að “hedlæna” báðar alltomorrowsparties helgarnar. Fyrir þá sem
ekki vita er alltomorrowsparties árleg tónlistarhátíð í Englandi, (www.alltomorrowsparties.co.uk).Einn af meðlimum Shellacs er
upptökustjórinn frægi Steve Albini. Snilldar band.]
-
godspeed you black emperor! - storm - [Af ‘lift your skinny fists like antennas to heaven (disk eitt)’, mæli annars bara með öllu sem
þessi hljómsveit hefur sent frá sér, annars var ég að heyra að þeir myndu spila í háskólabíói með sinfóníu hljómsveitinni… það
er nú samt örugglega bara einhver vitleysa.]
-
slint - good morning captain - [Ef að þú átt ekki diskinn 'Spiderland' með Slint, þá áttu ekki neitt.]
-
smog - river guard - [Af diskinum 'Knock Knock'.]
-
Songs:Ohia - Being in Love - [Jason Molina er 'Songs: Ohia' Stórgott.]
-
Spiritualized - Broken Heart - [Dóp músík af bestu gerð. Af diskinum 'Ladies And Gentlemen We Are Now Floating In Space'.]
-
The american analog set - Weather Report - [Af disknum 'The Golden Band'.]
-
the black heart procession - release my heart - [Töffaravæl.]
-
the for carnation - tales (live from the crypt) - [Þessi sveit inniheldur fjóra meðlimi úr Tortoise, og tveir af þeim voru í Slint,
David Pajo (aeral M, Papa M) og Brian McMahan.Stórglæsileg tónlist.]
-
The Moldy Peaches - nothing came out - [Þessi hljómsveit er snilld, textarnir fjalla ekki um neitt, ríma bara, nema kannski þetta
lag, þetta er rólegasta lagið á diskinum, en annars mæli ég með lögum eins og ‘Steak For Chicken’ og ‘Nyc’s like a graveyard'.Mig
minnir að einhver hafi verið að segja mér að hann væri til í 12 tónum núna.]
-
Palace Brothers - The Cellar Song - [Palace Brothers er hljómsveitinn hans Will Oldham, allt sem þessi maður
gerir er bara stórgott, hvort sem að það sé með hljómsveit eða bara einn með kassagítar. Mæli með öllu hans dóti, þeas. ‘Bonnie
’Prince Billy', ‘Will Oldham’, ‘Palace Brothers’, ‘Palace Songs’, ‘Palace’, ‘Palace Music’ eða Push Puskin.]
-
Built To Spill - Cortez The Killer - [Neil Young Cover af diskinum þeirra 'LIVE'.vá.]
-
Tim Buckley - Sweet Surrender - [Af diskinum ‘Greetings from L.A.’ Tim Buckley var pabbi hans Jeff Buckley, en hann lést úr of stórum
skammti af eiturlyfjum á svipuðum aldri og Jeff B.Hann á nokkur mjög flott lög, eins og ‘Pleasant Street’ og ‘Sing A Song For You’ sem
að radiohead coveruðu í gamla daga.]
-
…And You Will Know us By The Trail Of Dead - Clair De Lune - [Af Diskinum “Madonna” Þessi hljómsveit er oftust bara kölluð “Trail
Of Dead” þar sem að nafnið þeirra er afar langt. Þetta er ein af mínum uppáhaldssveitum og “Madonna” (ekki eftir söngkonunni) er
einn af mínum uppáhalds diskum, Það er erfitt að velja bara eitt lag af þessari plötu vegna þess að þetta er mjög heilsteyptur
diskur og tengjast flest lög. Þessir gæðadrengir komu víst hingað fyrir 2-3 árum síðan og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum
heyrði ég ekki neitt um þessa tónleika og missti þarafleiðandi af þeim. Það finnst mér arfaleiðinlegt þar sem að þetta voru víst
allrosalegir tónleikar.]
-
Grandaddy - A.M, 180 - [Af 'Under The Western Freeway'.]
-
gorky's zygotic mynci - wordless song - [Af diskinum 'Barafundle'.]
-
-Raftónar-
-
Boards Of Canada - Roygbiv - [Af diskinum 'Music Has The Right To Children', sem er snilld.]
-
Tarwater- The Watersample - [Af diskinum 'Silur'.]
-
Mouse On Mars - juju - [Af diskinum 'autoditacker' Mouse On Mars eru bestir.]
-
Fizzarum - Microphorus - [Snilldar rafband frá rússlandi, gullfallegt.]
-
Autechre - Slip - [raftónar, af diskinum 'Amber'.]
-
aphex twin - Nannou. - [Eitt að mínum uppáhalds aphex lögum, sem eru reyndar mörg.Stórglæsileg sömpl í þessu lagi og
finnst mér það dáldið múm-legt. Er á diskinum ‘Windowlicker’.]
-
Four Tet - No more mosquitoes - [!]
-
Squarepusher - Iambic 5 Poetry - [Af diskinum BUDAKHAN MINDPHONE. Þetta lag er fullkomið. Ef að þú hefur nennt að lesa allt þetta
röfl mitt um hljómsveitir og lög, þá er þetta lag verðlaunin þín.]
Úff hvað þetta er orðið langt, ohjæja, svo hér í lokinn vil ég gefa upp nokkur nöfn á lögum sem eru örugglega aðeins fáanleg á
netinu.
-
Mogwai - Don't Cry (guns'n'roses cover)
Jeff Buckley - Forget Her ('Forget her' er óútgefið lag, sem átti að vera á ‘Grace’ plötunni, en honum fannst það of persónulegt,
svo því var skipt út fyrir ‘So Real’.)
the flaming lips - life on mars - peel session ‘92 (David Bowie cover í John Peel útvarpsþættinum.)
Brad Mehldau - Paranoid Android (Píanó útgáfa af Radiohead laginu Paranoid Android.)
Sebadoh - Skull (Acoustic) (Skull af diskinum ’bakesale' tekið acoustic.)
will oldham - Don't Cry for me Argentina (Madonnu Cover, snilld.)
will oldham - Dreaming My Dreams (Cranberries Cover.)
depeche-mode personal jesus (acoustic) (Stórgóð útgáfa af þessu lagi.)
-
Jæja, takk fyrir mig,
Kveðja, Sindri.
PS. Fyrir alla gybe! aðdáendur, þá vil ég benda ykkur á hljómsveit sem var að gefa út plötu núna fyrir stuttu, hún heitir
set fire to flames og diskurinn heitir sings reign rebuilder. Þetta er eitthvað af fólkinu sem er í gybe! og eitthvað af
öðrum furðufuglum frá Kanada. FatCat gaf þennan disk út, í gegnum undirmerki, sem er einhver runa af tölum minnir mig. Veit ekki
hvort að hann sé kominn til landsins, en fyrir alla sem fíla gybe! myndi ég hiklaust mæla með honum.