Ég er kominn með helvíti leið á að semja tónlist einn heima, var í hljómsveit í 5 ár þegar ég var útí sveit, flutti í bæinn og ekkert hægt að finna hér.
Ég er lagasmiður og mjög góður, með nokkur stig á klassískann gítar og búinn að spila á rafmagnsgítar síðan… Ever..
Á sjálfur Ibanez 6 strengja Rafmagnsgítar og Line6 stórann öflugann magnara.
Mjög góður á trommur en á sjálfur ekki trommusett því ég bý í blokk :(
Er með góða fullkomnunaráráttu sem leiðir til flottari laga, gæði og kunnáttu. Ég er hönnuður á öllum sviðum sem ég tek að mér (3d hönnuður, arkítektúr o.s.frv.) en ég get ekki verið án tónlistar.
Ef þú ert að leita af mjög góðum lagasmið, gítarleikara, trommuleikara, DJ eða bara eitthvað sem tengist tónlist á þann hátt, hentu á mig skilaboði. =)
Kv. ToGGi
Bætt við 28. nóvember 2007 - 23:10
btw, eina sem ég spila ekki er “Death metal”
Spila allt frá “Blink 182 uppí Slipknot” en fer ekki harðara en það :)
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi