Hef ekki sagt neitt um svona lagað áður en gat bara ekki hamið mig lengur. Bara verð að segja að ég get ekki skilið hvernig fólki finnst alltaf að það þurfi að skutla inn neikvæðum “kommentum” ef hann/hún er ekki sammála korka/greina höfundi.
Auðvitað er þetta staður þar sem fólki er nokkuð frjálst að skrifa það sem það vill en ég meina það. Mér finnst alltaf eins og ég sé að lesa svör eftir fólk sem hefur ekki mikið meiri gáfur en leikskólakrakki þegar ég les svona svör.
Þó svo að þessu sé alls ekki beint að öllum á huga, þá örugglega minnihlutahópi þá er þetta mér alveg óskiljanlegt.
PS. þá er mitt uppáhladslag með þeim líklega kryptonite líka vegna þess að ég spilaði það mikið þegar ég var nýbyrjaður að spila á hljóðfæri, þó hlusta ég ekki mikið á þá í dag.