Úr Visir.is

Vísir hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir langt á leið með að fá bandarísku stórsveitina R.E.M. til landsins næsta sumar.

Margar árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til að fá þessa vinsælu hljómsveit til landsins. Sveitin var á hátindi frægðar sinnar á árunum 1990 til 1992 með plötunum Out of Time og Automatic for the People og er af flestum talinn vera ein áhrifamesta rokksveit undanfarinna ára.

Hljómsveitin vinnur nú að fjórtándu hljóðversplötu sinni sem hefur ekki enn fengið nafn. Mun hún koma út í byrjun árs 2008 og líklegt að tónleikaferð fylgi í kjölfarið.

Vú-hú!!